Gerðu alltaf góð vínkaup

Segðu VínAndanum hvað þú vilt..

Frábær rauðvín undir 3.000 kr:

Aðgengileg vín á góðu verði sem fást víða.

Mucho mas tinto

Rauðvín

Mucho mas tinto

Geitin á godvinkaup.is! Ávaxtaríkt en djúprautt vín frá fjölskyldufyrirtækinu Félix Solís á Spáni. Þetta vín nær jafnvægi á milli þess að vera þurrt og sætt en það má búast við því að finna keim af vanillu, eik og tóbaki auk þess hefur það sætan keim af rauðum ávöxtum. Allt mjög einkennandi fyrir Tempranillo þrúguna en í bland við Syrah fær það aukið flækjustig og dekkri lit.
LÝSING
2.699 kr
VERÐ
4.2
EINKUNN
Masso Antico Primitivo

Rauðvín

Masso Antico Primitivo

Búið til með appassimento þurrk-aðferðinni en það skilar sér þéttu Puglia víni, dökkum lit og meira afgerandi bragði og ilm af svörtum skógarávöxtum og reyk. Ertu að fara að grilla í sól og 5 stiga hita? Gríptu þá þessa með og paraðu með grillkjötinu og þú verður ekki fyrir vonbrigðum!
LÝSING
2.590 kr
VERÐ
4.1
EINKUNN
Big Boys Zinfandel

Rauðvín

Big Boys Zinfandel

Á flöskumiðanum eru stórir strákar en þetta vín er ekki bara fyrir stóra stráka heldur alla. Silkimjúkt ítalskt rauðvín frá Puglia þar sem eik blandast vel við bragð af rúsínum, súkkulaði/kaffi og lakkrís. Auðdrekkanlegt en í senn nokkuð flókið vín sem parast mjög vel pasta- og kjötréttum af ýmsu tagi.
LÝSING
2.899 kr
VERÐ
4.1
EINKUNN
Silk & Spice Red Blend

Rauðvín

Silk & Spice Red Blend

Ávaxtaríkt vín án þess þó að vera mjög sætt, heldur frekar í þurrari kantinum. Þetta er djarft portúgalskt vín með auðkennandi bragði af dökkum áxöxtum sem vega salt á móti þéttri áferð. Í hvert skipti sem þú tekur sopa þá finnurðu nýtt kryddbragð en þar má einkenna allt frá svörtum pipar yfir í appeslínubörk og kanil. Ekki verður það verra ef þú geymir það aðeins en það er erfitt að sitja á því eftir að hafa smakkað.
LÝSING
2.699 kr
VERÐ
4.1
EINKUNN

Frábær vín upp að 5.000 kr:

Gæðavín á viðráðanlegu verði

Pazo de Señorans Albariño

Hvítvín

Pazo de Señorans Albariño

Skörp sýra, sítrus og græn epli einkenna þetta vín frá vesturströnd Spánar. Eftir hvern frískandi sopann meðan sítrusinn situr á tunginni þá finnurðu fyrir þrá í næsta sopa, passaðu bara að það sjái enginn þegar þú sleikir glasið að innan. Annars á þessi árgangur 2022 að vera einn sá besti hingað til frá Pazo de Señorans.
LÝSING
3.600 kr
VERÐ
4.2
EINKUNN
The Bernard Series Pinotage

Rauðvín

The Bernard Series Pinotage

Settu nefið að glasinu og það grípur þig afbragðsilmur af sólberjum, hindberjum og kirsuberjum. Hallaðu þér aftur og hugsaðu hvað lífið er gott. Fáðu þér sopa og finndu fullt, þurrt og hóflega sýrt vínið leika um munninn. Kyngdu svo og mundu að þetta er bara vín og það eru allir að horfa á þig. En þetta er frábært vín frá Suður-Afríku!
LÝSING
3.999 kr
VERÐ
4.2
EINKUNN
Barahonda Summum

Rauðvín

Barahonda Summum

Spænska Monstrell þrúgan hefur þykkt skinn sem gefur af sér dökk vín með öflug tannín og dáleiðandi dýpt. Hér höfum við vín sem sest að í munninum, húðar hann jafnvel. Hér finnum við fyrir sykurkenndum ávöxtum eins og kirskuberjum og plómum. Þetta er ákveðið vín með karakter og það mun svo sannarlega ekki versna með aldrinum.
LÝSING
4.499 kr
VERÐ
4.2
EINKUNN